Ég byrjaði snemma að skrifa um erlend málefni. Á Þjóðviljanum skrifaði ég erlendar fréttir upp af óralöngum pappastrimlum sem bárust inn á ritstjórn frá norsku fréttastofunni NTB og Reuters. Sú tækni kallaðist telex eða teleprinter. Af og til skrifaði ég líka lengri yfirlitsgreinar, fréttaskýringar um það sem var að gerast í tilteknum löndum eða heimshlutum. Hér er dæmi um það síðarnefnda en þess má geta að ég hafði það umfram flesta sem tjáðu sig um atburðina í Angóla að ég hafði heimsótt þetta fjarlæga ríki.