Þessi fréttaskýring úr Degi á Akureyri er skólabókardæmin um það sem kalla má „landsbyggðarblaðamennsku“. Á síðunni er stór bleikur fíll sem enginn sér. Eina vísbendingin um hann er þessi setning: „Ástæður uppsagnarinnar verða ekki tíundaðar hér en þær tengjast ekki þeim átökum sem verið hafa í gangi.“ Meira var ekki hægt að segja því svona fílar voru ósýnilegir á þessum dögum löngu fyrir #Metoo.