Samskipti mín við fyrrverandi risa á íslenskum blaðamarkaði, Morgunblaðið, hafa ekki verið ýkja mikil í gegnum tíðina. Meðan ég vann á Þjóðviljanum var ég ekki til í augum ritstjóra og hafði ekki áhuga á að vera það. En eftir að ég hætti þar birti ég stöku umræðugreinar í blaðinu. Þegar ég var orðinn kórsöngvari skrifaði ég einnig nokkrar greinar sem voru blanda af ferðasögum og umfjöllun um tónlist. Hér er fyrsta greinin út ferð Dómkórsins til Ungverjalands og Austurríkis árið 1997.