Áður en ég var fastráðinn að Bændablaðinu vann ég ýmis verk þar sem lausamaður. Meðal þess var að sjá um fjögurra síðna blaðauka um áhrif ESB-aðildar á íslenskan landbúnað sem birtist skömmu fyrir jól 2003. Þetta mæltist nokkuð vel fyrir hjá bændaforystunni sem hafði mun afslappaðri afstöðu til Evrópu á þessum tíma en síðar varð.