Helgarpósturinn

Eftir að ég flutti heim frá Danmörku vann ég í afleysingum tvö sumur á HP, 1982-1983. Á þeim tíma tók ég allmörg viðtöl og skrifaði fjölda greina um allt frá fínmenningu upp í íþróttir, alþjóðamál og sjávarútvegsmál svo eitthvað sé nefnt. Hér eru nokkur sýnishorn.

10 ára svipting mannréttinda

Helgarpósturinn 11. júlí 1980 Sumarið 1980 var komið að máli við mig í Árósum í Danmörku þar sem ég bjó og ég beðinn að taka viðtal við jafnaldra minn frá Frakklandi og senda það til birtingar í Helgarpóstinum sem ég skrifaði pistla í. Ég tók því vel og hitti manninn...