Bændablaðið

Árið 1995 keyptu nýstofnuð Bændasamtök Íslands útgáfuréttinn á Bændablaðinu sem Bjarni Harðarson og fleiri höfðu haldið úti. Skömmu síðar fór ég að skrifa fyrir blaðið og reyndar einnig Búnaðarritið Frey, auk ýmissa smærri verka. Það æxlaðist svo þannig til að árið 2006 tók ég við ritstjórn Bændablaðsins og sinnti því starfi í tæp fimm ár. Þá sagði ég upp vegna ágreinings við framkvæmdastjóra og formann Bændasamtakanna sem töldu sig hafa meira vit á útgáfumálum en ég. Þeir voru raunar einu mennirnir sem ég vissi af sem voru óánægðir með blaðið.

ESB matreitt fyrir íslenska bændur

Áður en ég var fastráðinn að Bændablaðinu vann ég ýmis verk þar sem lausamaður. Meðal þess var að sjá um fjögurra síðna blaðauka um áhrif ESB-aðildar á íslenskan landbúnað sem birtist skömmu fyrir jól 2003. Þetta mæltist nokkuð vel fyrir hjá bændaforystunni sem hafði...

Veröld ný og góð í Landeyjunum

Þegar Reykjavíkurstrákur settist í ritstjórastól hjá málgagni bænda og landsbyggðar fann hann fyrir þörf til að uppfæra hartnær hálfrar aldar gömul kynni sín af sveitastörfunum. Róbótafjósið lá beint við. Tæknifjós2006Download

Róið á evrópsku miðin

– Bændablaðið slóst í för með 30 íslenskum sveitarstjórnarmönnum sem sóttu opna daga Héraðanefndar Evrópu í Brussel og fundu þar sóknarfæri og sambönd   Dögunum sem íslensku bankarnir hrundu eyddi ég með íslenskum sveitarstjórnarmönnum í Brussel. Ég skrifaði...