Haustið 2004 fékk ég norræna blaðamannastyrkinn og nýtti hann til að heimsækja Pólland. Landið var þá nýgengið í Evrópusambandið og hafði jafnframt mátt sjá af mörgum þegna sinna sem höfðu farið í atvinnuleit til Íslands og annarra ríkja norðanverðrar Evrópu. Um þessa heimsókn gerði ég fjóra þætti sem Rás 1 Ríkisútvarpsins flutti í október sama ár.