Dómkórinn og tónlistin
Allt frá árinu 1989 hef ég verið virkur í starfi Dómkórsins í Reykjavík og haft af því ómælda ánægju. Auk þess að syngja 2. bassa hef ég tekið að mér að skrifa greinar í tónleikaskrá um þau verk sem flutt eru á Tónlistardögum Dómkirkjunnar og aðra daga raunar líka. Hér verða birt nokkur sýnishorn af þessum skrifum og byrjað árið 2003. (Tvær greinar af svipuðum meiði er að finna undir Morgunblaðinu en þar er sagt frá tónleikaferðum Dómkórsins til Ungverjalands 1997 og Tékklands 1999.)
18. október, 2003 | Dómkórinn og tónlistin, Greinar á íslensku
Dómkórinn flytur Missa brevis eftir ungverska tónskáldið og uppeldisfrömuðinn Zoltán Kodály Það var ekki bara vofa kommúnismans sem fór á stúfana á síðari hluta nítjándu aldar. Þetta var líka tími þjóðernisvakningar um alla Evrópu sem snerti að sjálfsögðu allar þjóðir...
18. apríl, 2005 | Dómkórinn og tónlistin, Greinar á íslensku
Dómkórinn flytur útsetningu Þýskrar sálumessu eftir Johannes Brahms fyrir tvo píanóleikara og tvo einsöngvara: Kristin Sigmundsson og Huldu Björk Garðarsdóttur Þann 15. október 2005 hefjast Tónlistardagar Dómkirkjunnar með tónleikum Dómkórsins í Langholtskirkju. Þar...
25. nóvember, 2008 | Dómkórinn og tónlistin, Greinar á íslensku
Dómkórinn hefur flutt Jólaóratoríu Jóhanns Sebastíans Bach í tvígang, fyrst í byrjun aðventu árið 2008 og aftur réttum tíu árum síðar, að vísu ekki sömu kaflana. Dómkórinn flytur Jólaóratoríuna, gleðiboðskap Jóhanns Sebastíans Bachs sem hefur yljað mönnum hátt á...
18. nóvember, 2009 | Dómkórinn og tónlistin, Greinar á íslensku
Það er miðevrópsk rómantík á dagskrá Dómkórsins á Tónlistardögum Dómkirkjunnar haustið 2009. Eins og vanalega, myndu sumir segja, enda hefur Brahms verið tíður gestur á tónleikum kórsins. Hitt tónskáldið hefur ekki verið áður á dagskrá þótt kórinn hafi sungið nokkuð...
18. apríl, 2011 | Dómkórinn og tónlistin, Greinar á íslensku
Haustið 2012 hélt Dómkórinn tónleika til minningar um stofnanda sinn og kórstjóra um aldarþriðjung, Martein H. Friðriksson. Á dagskrá voru þrjú verk. Skólakór Kársnesskóla flutti Stabat Mater eftir Pergolesi, Dómkórinn flutti Requiem Mozarts en saman fluttu kórarnir...
18. apríl, 2014 | Dómkórinn og tónlistin, Greinar á íslensku
Carmina Burana var á dagskrá Dómkórsins 2014, flutt á tónleikum í Langholtskirkju Fyrir hartnær hálfri öld var reykvískur kór að æfa Carmina Burana. Meðal kórfélaga var siðavandur piparsveinn á miðjum aldri sem var vel að sér í latínu og fleiri tungum fornaldar. Hann...
18. apríl, 2015 | Dómkórinn og tónlistin, Greinar á íslensku
Árið 2015 var röðin komin að Händel og að sjálfsögðu varð þekktasta og að margra dómi fegursta verk hans fyrir valinu, sjálfur Messías. Óratorían Messías eftir Georg Frideric Händel er án alls vafa eitt af meistaraverkum barokktímans. Höfundurinn var jafnaldri og...
18. apríl, 2017 | Dómkórinn og tónlistin, Greinar á íslensku
Árið 2017 var Jóhannesarpassía Bachs tekin til kostanna í Langholtskirkju, sungin tvisvar og batnaði á milli tónleikanna, að margra sögn. Kæri tónleikagestur. Nú situr þú í salnum eftir að hafa að öllum líkindum hlustað á útvarpið eða einhverja tónlist í bílnum...