Þjóðviljinn

Fyrsta fréttin/greinin sem ég skrifaði fyrir dagblað sem starfandi blaðamaður birtist í Þjóðviljanum 4. janúar 1973. Svo skemmtilega vildi til að í þessu sama tölublaði birtist grein eftir Ingibjörgu systur mína sem bjó á Kúbu og skrifaði um nýjungar í skólastarfi þar. Nú áttu unglingar á Kúbu að stunda bóknám á morgnana en verklegt síðdegis í anda þjóðhetjunnar José Martí. Ég var reyndar sá fjórði úr fjölskyldunni sem ráðinn var til starfa á Þjóðviljanum. Rannveig systir mín hafði starfað þar um fimm ára skeið sem blaðamaður fram til 1971 og faðir okkar, Haraldur Björnsson, var afgreiðslustjóri á Skólavörðustíg 19. Síðar bættist á launaskrána móðir okkar, Sigríður Elísabet Guðmundsdóttir, sem leysti stundum af á kaffistofunni. Nafna hennar og barnabarn, Sirrý Arnardóttir, steig svo sín fyrstu skref á blaðamannsferlinum með sumarafleysingum í Síðumúlanum um 1985. Sjálfur starfaði ég þar í þrígang: 1973-77, 1983-86 og 1988-90.

Fyrsta fréttin

Fyrsta fréttin/greinin sem ég skrifaði fyrir dagblað birtist í Þjóðviljanum 4. janúar 1973. Ég var eins og tíðkaðist um nýliða sendur niður á höfn til að spjalla við alþýðuna. Hér má sjá bryggjuspjall við skipstjóra á reykvískum vertíðarbát sem var að búa sig undir...

Friður komst á í Víetnam

Einn eftirminnilegasti dagurinn á ritstjórn Þjóðviljans í fyrsta úthaldi mínu þar var án alls vafa dagurinn fyrir 1. maí 1975. Daginn áður hafði sjónvarpið sýnt síðustu bandaríkjamennina klifra upp í þyrlu sem vomaði yfir sendiráðinu í Saigon. Þegar þyrlan tók...

Spilverk þjóðanna

Þjóðviljinn 8. júní 1975 Meðan íslenskur poppheimur er í óða önn að stokka sjálfan sig upp læðist lítill flokkur með það tignarlega heiti Spilverk þjóðanna inn um bakdyrnar og tekur að hasla sér völl. Þetta fyrirbæri hefur haldið nokkra tónleika að undanförnu hér í...

Hvað er í húfi í Angóla?

Ég byrjaði snemma að skrifa um erlend málefni. Á Þjóðviljanum skrifaði ég erlendar fréttir upp af óralöngum pappastrimlum sem bárust inn á ritstjórn frá norsku fréttastofunni NTB og Reuters. Sú tækni kallaðist telex eða teleprinter. Af og til skrifaði ég líka lengri...

Sorgin var falin fyrir börnunum

Marteinn Friðriksson dómorganisti ólst upp í stríðshrjáðri Mið-Evrópu en er nú orðinn allra manna íslenskastur Viðtal úr Sunnudagsblaði Þjóðviljans 16. desember 1984 Fyrir réttum tuttugu árum var ungur maður á leið í flugvél frá Austur-Þýskalandi til Íslands. Þegar...

Ég er enginn óvinur kvenna

Norski rithöfundurinn Jon Michelet skrifar harðsoðna reyfara og unglingabækur, rífst við Kjartan Fløgstad og er í framboði fyrir flokk maóista Viðtal úr Þjóðviljanum föstudaginn 18. september 1987 Jon Michelet – eftirnafnið hljómar ekki sérlega norskt. „Nei, það er...

Dallas í Víkinni

Á afmælisdaginn minn árið 1989 birti Nýtt Helgarblað Þjóðviljans grein eftir mig undir þessari fyrirsögn. Þar var á ferð fréttaskýring um átök í gamla ættarveldi frænda minna í Bolungarvík. Íslendingabók sýnir nefnilega að ég er fjórmenningur við Einar K. Guðfinnsson...