Útvarpsþættir
Einhvern tímann á áttunda áratug síðustu aldar gerði ég nokkra útvarpsþætti um bílismann fyrir Ríkisútvarpið í félagi við aðra. Ekki varð framhald á því fyrr en á árunum 1990-1995 þegar ég bjó á Dalvík að ég flutti nokkrar fréttir þaðan, meðal annars um knattspyrnu og kosningar. Eftir að ég flutti suður sótti ég um stöður á RÚV en fékk ekki, þáverandi formaður Útvarpsráðs var þeirrar skoðunar að ég gæti bara sagt „fréttir frá Kúbu“. Ég fékk þó að stjórna Vikulokunum um tveggja og hálfs árs skeið og leysa af í þættinum Samfélagið í nærmynd. Svo hef ég gert slatta af þáttum í lausamennsku. Þar hef ég fjallað um áhrif EES-samningsins og alþjóðavæðingarinnar á Ísland, landbúnað, grunnskólann, byggðastefnu og fleira.
Hér eru þrjú sýnishorn af þáttagerð minni sem hægt er að hlusta á.
25. apríl, 2019 | Útvarpsþættir
Haustið 2004 fékk ég norræna blaðamannastyrkinn og nýtti hann til að heimsækja Pólland. Landið var þá nýgengið í Evrópusambandið og hafði jafnframt mátt sjá af mörgum þegna sinna sem höfðu farið í atvinnuleit til Íslands og annarra ríkja norðanverðrar Evrópu. Um þessa...
25. apríl, 2019 | Útvarpsþættir
Norrænu blaðamannasamtökin skipuleggja árlega það sem kallað er Kulturtræf. Þá fer hópur norrænna blaðamanna í menningarreisu til einhvers lands til að kynna sér menningu þess og sögu. Skipulagðir eru fundir með þarlendum blaðamönnum og fulltrúum stjórnvalda og...
26. apríl, 2019 | Útvarpsþættir
Stundum er sagt að Íslendingar eigi erfitt með að ræða málin af skynsemi og yfirvegun, þeir detti alltaf í þann gírinn að segja sögur. Það er nokkuð til í því, fann ég út þegar ég gerði fjóra þætti um sagnalist sem útvarpað var um páskana 2016 á Rás 1. 1. þáttur 2....
8. maí, 2019 | Útvarpsþættir
Aldur og tími eru undarleg þing. Ung þráum við ekkert meira en að verða eldri en þegar aldurinn færist yfir sækir að okkur þáþráin, söknuður eftir æskuárunum þegar allt var hægt. Þar á milli er tími málamiðlananna. Allan tímann vakir þó yfir okkur spurningin og verður...